05. des. 2025
Fyrsta bikarmót vetrarins í skíðagöngu fer fram í Hlíðarfjalli á Akureyri um helgina. Mótið, sem jafnframt telur sem FIS-mót, hófst í dag með sprettgöngu og heldur áfram á laugardag og sunnudag með lengri keppnisgöngum.
05. des. 2025
Í dag er haldinn hátíðlegur dagur sjálfboðaliðans, og við hjá Skíðasambandi Íslands viljum nýta tækifærið til að færa öllum þeim fjölda einstaklinga sem styðja skíða- og snjóbrettahreyfinguna okkar innilegar þakkir.
04. des. 2025
Á morgun skrifar íslensk skíðasaga nýjan kafla þegar Dagur Benediktsson stígur á ráslínu í sínu fyrsta heimsbikarmóti í skíðagöngu, sem fram fer í Þrándheimi í Noregi. Þetta er stór stund fyrir Ísland, þar sem fáir Íslendingar hafa áður keppt á þessu hæsta stigi í greininni.
01. des. 2025
Í dag voru kynnt starfslaun til afreksíþróttafólks í fyrsta sinn, sem markar mikilvæg tímamót fyrir íslenskar íþróttir.
30. nóv. 2025
Karla landslið alpagreina stóð sig afar vel á FIS-móti í svigi í Storklinten í Svíþjóð og náði þar sínum sterkasta samanlagða árangri á tímabilinu.
30. nóv. 2025
Skíðagöngulandsliðið átti frábæran dag á alþjóðlegum vettvangi þegar keppendur tóku þátt í sænskum og norskum bikarmótum. Stórbætingar, sterkar göngur og söguleg byrjun á tímabili settu tóninn fyrir það sem lofar góðu fyrir veturinn.
29. nóv. 2025
Alpagreinastrákarnir kepptu í svigi í Storklinten í Svíþjóð í dag og skiluðu allir sér niður báðar ferðirnar. Matthías gerði sér lítið fyrir og náði flottu 2. sæti
27. nóv. 2025
Landsliðsfólkið okkar í snjóbrettum, Anna Kamilla og Arnór Dagur, tóku þátt í heimsbikarmóti FIS í Big Air í nótt. Keppt var í one-direction fyrirkomulagi, þar sem betra stökkið telst, og var mótið afar sterkt skipað.
26. nóv. 2025
Landsliðsfólk Íslands í snjóbrettum, Anna Kamilla Hlynsdóttir og Arnór Dagur Þóroddsson, stíga á stóra sviðið í nótt þegar þau keppa í sínum fyrsta heimsbikar í Big Air.